Komiði sæl,
Ég er fædd og uppalin í Reykjavík, nánar til tekið í Háaleitishverfinu. Ég er dóttir hjónanna Bríetar Héðinsdóttur leikkonu og leikstjóra og Þorsteins Þorsteinssonar, kennara, höfundar og þýðanda. Þau eru nú bæði látin. Foreldrar mínir voru bæði fræðimenn með brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum og aldist ég upp við það að stitja löngum undir samræðum fullorðins fólks um samfélagið okkar. Ég var bráðger og uppátækjasamur krakki og byrjaði að vinna níu ára gömul við barnapössun og afgreiðslustörf. Ég varði öllum sumrum frá barnsaldri og fram á unglingsár norður í landi á Daðastöðum í Norður Þingeyjarsýslu hjá föðurömmu minni Ólínu Pétursdóttur húsmóður og hreppstjórafrú og föðurbróður mínum Pétri Þorsteinssyni skólastjóra og menntafrumkvöðli við almenn sveitastörf og leik. Síðar er þau brugðu búi á Kópaskeri við fiskvinnslustörf. Ég flosnaði upp úr menntaskóla í verkfallahrinu BSRB og fór 17 ára gömul til náms í London. Ég hef fengist við allmargt á 54 ára ævi, lengst af starfað við leiklist, fjölmiðlun, markaðssetningu, fyrirtækjarekstur og ritstjórn. Ég er einhleyp og á fjögur uppkomin börn.
Ég hef alltaf látið samfélags- og menningarmál mig varða en aldrei fundið mig í stjórnmálaflokki.